thorvaldur

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár! Í dag, 2. janúar, er starfsdagur í Vallaskóla og starfsmenn eru í óða önn að undirbúa skólastarfið fyrir morgundaginn. Nýr matseðill er kominn á heimasíðuna og búið er að uppfæra gjaldskrár í mötuneyti og á skólavistun.

Litlu jól 1.-4. bekkur

Litlu jólin hjá 1.-4. bekk verða haldin í Austurrýminu í Vallaskóla föstudaginn 16. desember, sem er síðasti skóladagur fyrir jólafrí. Jóladagskrá, m.a. jólaguðspjallið, leikþættir og dans.

Tvær jólaskemmtanir verða sem hér segir (sjá einnig skilaboð umsjónarkennara):

Klukkan 9:15 – 10:30 1. IG, 2. MS, 3. ÁRJ, 4. GU og 4. GMS


Klukkan 10:30 – 11:45 1. ASG, 2. BB, 2. ÁRS, 3. HÞ og 3. KV


Nemendur eiga að mæta við stofuna sína og hitta umsjónarkennarann sem fer með þeim í salinn.

Von er á rauðklæddum körlum í heimsókn.

Nemendur mæta aftur þriðjudaginn 3. janúar 2012 samkvæmt stundatöflu. Mánudagurinn 2. janúar er starfsdagur í Vallaskóla.

Skólavistun er opin 16. desember og 2. janúar.

Með jólakveðju – starfsfólk Vallaskóla.

Kæru nemendur og foreldrar!
Fyrir hönd starfsfólks Vallaskóla óska ég ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs um leið og ég þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að kveðja. Með jólakveðju – Guðbjartur Ólason, skólastjóri.

Netfréttabréf Zelsiuz desember 2011

Haustmánuðir hafa liðið hratt og á augabragði er kominn desember. Það er því löngu kominn tími til að kynna vetrardagskrána. Í vetur verða ekki gerðar miklar breytingar á starfinu fyrir utan að mánudagskvöld verða klúbbakvöld. Þá verður boðið upp stráka og stelpuklúbba, kvikmyndaklúbb, sviðslistaklúbbinn Jón og fjölmiðlaklúbbinn Friðbert.

Litlu jól 5.-10. bekkur

Litlu jólin hjá 5.-10. bekk verða haldin í Austurrýminu í Vallaskóla fimmtudaginn 15. desember, sem er síðasti skóladagur fyrir jólafrí hjá nemendum í 5.-10. bekk.

Þrjár jólaskemmtanir verða sem hér segir:

Klukkan 15.30 – c.a. 16.30  5. og 6. bekkur
Nemendur mæta í umsjónarstofur og fara svo með umsjónarkennara sínum í salinn.

Klukkan 17.00 – c.a.18.00  7. bekkur
Nemendur mæta í Austurrýmið. Sérstök jólaskemmtun í boði.

Klukkan 18.00 – c.a. 20.00  8.-10. bekkur
Nemendur mæta í umsjónarstofur – stofujól. Síðan verður haldin jólakvöldvaka frá c.a. 18.30.

Nemendur mæta aftur þriðjudaginn 3. janúar 2012 samkvæmt stundatöflu. Mánudagurinn 2. janúar er starfsdagur í Vallaskóla.

Með jólakveðju – starfsfólk Vallaskóla.

Fundagerð skólaráðs 8. desember 2011

Mættir: Guðbjartur, Halldóra og Andrea, fulltrúar nemenda, Hrönn og Gunnar Bragi, fulltrúar foreldra, Guðrún Eylín og Svanfríður, fulltrúar kennara, Helga Einarsdóttir, fulltrúi annars starfsfólks og Jön Özur, fulltrúi grenndarsamfélags. 1. Guðbjartur kynnir fyrir skólaráði “ytra mat” á skólum sem er lagabundin skylda. Þessari nýbreytni í skólastarfi er fagnað og skólasamfélagið í Vallaskóla er meira en …

Fundagerð skólaráðs 8. desember 2011 Read More »

Jólasund

Jólastemning var hjá okkur í desember í sundhöllinni, þar sem nemendur synda eða ganga með kertaljós undir jólatónlist – á kertasundi!