Vikulok

Kæru fjölskyldur.
(Bréfið er sem fyrr einnig þýtt á pólsku og ensku).

Staðan í framhaldandi af sóttvarnaaðgerðum frá 3. nóvember til og með 17. nóvember 2020.Í upphafi viljum við hrósa öllum nemendum skólans fyrir yfirvegun, þrautseigju og mjög góða smitgát síðustu daga. Börnin ykkar eru snillingar.

Ykkur foreldrum/forráðamönnum þökkum við skilning og samstarf. Til að mynda hafa 90% nemenda hið minnsta mætt með fjölnota grímur í skólann. Það er frábært.

Starfsfólk Vallaskóla hefur staðið saman sem einn maður við að halda skólastarfinu gangandi. Því er ekki að neita að starfsfólkið vinnur um þessar mundir undir miklu álagi. Það hefur fært fórnir og leyst hvert álitaefnið af fætur öðru af fagmennsku. Þakklæti til starfsmanna er því ofarlega í huga okkar skólastjórnenda.

Næstu dagar skólastarfsins byggja áfram á síðustu reglugerð stjórnvalda og sama skipulaginu sem sent var út 2. nóvember síðastliðinn. Það gildir til og með 17. nóvember.

Ein smá breyting var þó gerð eftir ábendingu um túlkun reglugerðarinnar. Hún felst í því að nemendur í ákveðnu rými (bekkur að öllu jöfnu) mega ekki blandast nemendum sem tilheyra öðrum rýmum. Þetta hafði m.a. áhrif á framkvæmd sérkennslu, kennslu í fjölmenningardeild, listgreinakennslu, frímínútur og starfið í Bifröst frístundaheimili. Enn fremur fara nemendur heim í hollum í 3.-10. bekk.

Ágætt er að hafa í huga að ekki er ætlast til að nemendur sem ekki deila saman rými í skólanum séu að hittast eftir að skóla lýkur. Sjá betur hér (https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item40636/Samkomutakmarkanir-og-b%C3%B6rn-2.10.2020.pdf) um Samkomutakmarkanir og börn.

Gætið að smitgát öllum stundum og munið að við erum öll almannavarnir.

Kær kveðja.
Starfsfólk Vallaskóla.