Nemendur 6. bekkjar brugðu sér í vettvangsferð á dögunum.
Tilgangurinn var að gera sér dagamun, anda að sér fersku sjávarlofti, njóta samveru og upplifa.
Fjaran var að sjálfsögðu könnuð vel og vandlega, háfar voru með í för til að finna lífverur og steinum var velt við til að sjá hvað leyndist þar undir.
Nemendum var skipt í hópa og vann hver hópur listaverk með efnivið fjörunnar.
Þá var leitað að rusli og vakti það ánægjulega athygli að nánast ekkert rusl fannst.