Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Upplestrarkeppnin var haldin hátíðleg í Vallaskóla mánudaginn 22.mars

Hátíðin er mikilvæg og skemmtileg í huga okkar í Vallaskóla og er þetta hátíð 7. bekkinga sem í raun hefst 16. nóvember á Degi íslenskrar tungu.  Síðan þá hafa nemendur verið að æfa sig markvisst í framsögn með kennurum sínum.

Fulltrúar Vallaskóla í Stóru upplestrarkeppninni frá því í fyrra voru sérstakir gestir á hátíðinni, Gídeon Leó kynnti rithöfund keppninnar, Hjördís Katla kynnti ljóðskáldið og Þórhildur Lilja las ljóð að eigin vali.

Einnig var á dagskránni glæsilegur tónlistarflutningur nemenda undir stjórn kennara Tónlistarskóla Árnesinga, það voru þær Guðrún Birna Kjartansdóttir sem spilaði á fiðlu og Hildur Kristín Hermannsdóttir sem spilaði á píanó. Greinilega hæfileikaríkar stúlkur þar á ferð.

Í 7.bekk eru 83 nemendur og fyrir lokakeppnina hafa þeir verið að æfa sig í framsögn með samnemendum sínum og kennurum. Fyrr í mánuðinum voru bekkjarkeppnir haldnar þar sem dómarar völdu níu fulltrúa, þrjá úr hvorum bekk, til þess að taka þátt í lokakeppninni. Þeir sem tóku þátt í lokakeppninni ár voru – Aþena Brá Cooper, Ásta Björk Óskarsdóttir, Fannar Þór Júlíusson, Guðrún Birna Kjartansdóttir, Hildur Kristín Hermannsdóttir, Ívar Helgi Ómarsson, Jakob Máni Hafþórsson, Stefán Valgeirsson og Sunneva Dís Eiríksdóttir.

Það var ekki auðvelt verk fyrir dómara að komast að niðurstöðu enda stóðu allir nemendur sig frábærlega. Dómarar keppninnar í þetta sinn voru þær Hrund Harðardóttir, Sigurborg Kjartansdóttir og Anna Linda Sigurðardóttir.

En niðurstaðan varð sú að í þremur efstu sætunum voru: Ásta Björk Óskarsdóttir 7-SMG Hildur Kristín Hermannsdóttir 7-SMG Sunneva Dís Eiríksdóttir 7-SMG Nemendur hlutu bókagjafir frá Minningasjóði Ásgeirs Jónsteinssonar.

Minningarsjóður Ásgeirs Jónsteinssonar veitti einnig viðurkenningar fyrir góðar framfarir í íslensku og er þá horft til framfara frá því í 4.bekk. Þær viðurkenningar hlutu í ár: Þórður Már Steinarsson í 7-EK Hildur Kristín Hermannsdóttir í 7-SMG Steinn Elías Jónsson 7-SMG Kristbjörg París Hallgrímsdóttir 7-EK Dagný Kapitóla Garðasdóttir 7-EK.

Allir þátttakendur fengu bók og rós að gjöf sem viðurkenningu og þakkir fyrir þátttökuna. Eins og alltaf var þetta afar skemmtilegur viðburður, nemendur búnir að leggja mikið á sig við undirbúning og algjörlega til fyrirmyndar í alla staði, við erum stolt af nemendum okkar.

Vallaskóli 2021 (HSG)

Vallaskóli 2021 (HSG)

Vallaskóli 2021 (HSG)
Vallaskóli 2021 (HSG)
Vallaskóli 2021 (HSG)
Vallaskóli 2021 (HSG)
Vallaskóli 2021 (HSG)
Vallaskóli 2021 (HSG)