Við minnum foreldra og forráðamenn nemenda á eftirfarandi verklag þegar kemur að slæmu veðri og ófærð: ,,Í óveðri eða mikilli ófærð verða foreldrar sjálfir að meta aðstæður og ákveða hvort nemendur verði sendir í skólann. Nauðsynlegt er að tilkynna til skólans ef nemendur eru hafðir heima vegna veðurs. Skólinn er þó alltaf opinn nema almannavarnir ákveði annað. Þeir nemendur sem í skólann koma eru í umsjón starfsmanna. Í lok skóladags verður heimför nemenda hagað í samráði við foreldra ef óveðri hefur ekki slotað.“ (Úr Starfsáætlun Vallaskóla).
Ennfremur biðjum við alla að fylgjast vel og reglulega með fréttamiðlum í ljósi aðstæðna.
Skólastjóri.