Komið þið sæl, kæru fjölskyldur nemenda í Vallaskóla (bréfið var sent í tölvupósti á Mentor).
Okkur voru í þessu að berast þær ánægjulegu fréttir frá smitrakningarteyminu að sýni beggja nemenda í öðrum og fjórða bekk reyndust neikvæð.
Er því úrvinnslusóttkví í þessum bekkjum hér með aflétt. Hefðbundið skólastarf í Vallaskóla hefst á morgun, miðvikudaginn 21. apríl.
Einhverjir hnökrar kunna að verða á skólastarfi á morgun en við munum leggja okkur í framkróka við að leysa þá jafn óðum í sameiningu.
Þá viljum við þakka nemendum, starfsfólki og ykkur fjölskyldum nemenda fyrir það æðruleysi sem þið hafið sýnt í kófinu. Vonandi erum við að sjá fyrir endann á þessum þrengingum en við þurfum samt að fara með gát og gæta persónulegra sóttvarna sem við kunnum öll orðið svo vel.
Að lokum óskum við ykkur öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn.
Starfsfólk Vallaskóla.