Um leið og við fögnum sumarbyrjun á morgun þá er rétt að gleyma nú ekki umferðarmálunum. Hér má nálgast nýútgefnar leiðbeiningar frá Umferðarstofu um notkun vél- og rafknúinna hjóla.Mikil aukning hefur orðið á notkun vél- og rafknúinna hjóla sem hönnuð eru fyrir allt að 25 km hraða. Umferðarstofa lét gera leiðbeiningar með það fyrir augum að trygga öryggi sem best. Mikið af þessum hjólum eru einmitt í notkun á meðal grunnskólanemenda.
Enn fremur er reiðhjólanotkun mikil og er það vel. Við beinum því til foreldra og forráðamanna að gæta vel að öryggisbúnaði áður en börnin halda af stað í skólann. Alltof margir eru ekki með reiðhjólahjálma og er það mikið áhyggjuefni. Látum ekki kæruleysi í þessum efnum verða okkur hörð áminning síðar. ,,Þú tryggir ekki eftir á“ – var einu sinni sagt í góðri auglýsingu. Leiðbeiningaskylda hinna fullorðnu hefur heldur ekki fallið niður!
Frí er í skólum landsins sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá föstudaginn 20. apríl.