NEVA Fundur 18. apríl 2012

Neva fundur 18. apríl 2012 kl 12:30

Mætt. Halldóra, Karen, Elfar, Guðbjartur, Þóra, Alexandra, Esther, Már. 

  1. Sófamál. NEVA skilur ástæður þess að breyta Austurrýminu. Illa hefur verið gengið um sófana og virðist lítið hafa gengið að bæta umgengni. Ennfremur ítrekar Neva það að Sólúrið/klukkan verði að hverfa. Hún á mun frekar heima hjá yngsta- eða miðstigi.
  2.  Stjórn NEVA samþykkir einróma að Galaball Vallaskóla verði frá og með skólaárinu 2012-2013 haldið í húsakynnum skólans. NEVA vill þó ítreka andstöðu sína við að nafni ballsins verði breytt. Teljum við að Galaballsnafnið hafi fest sig í sessi og sé ekki rétt að breyta því. Við viljum líka að allir nemendur sem verða á elsta stigi á næsta skólaári fái að taka þátt í skoðanakönnun um nákvæmari staðsetningu ballsins.
  3. Menningarferð. Áhugi er fyrir því að fara í menningarferð til Reykjavíkur í leikhús. Skoða þarf hvort þetta sér gerlegt.
  4. Íþróttakeppni milli Vallaskóla og Sunnlækjarskóla eða íþróttadagur. Hægt að vinna í samráði við íþróttakennara skólanna og nýta vorhátiðardaga. Sundlaugarpartý gæti komið inn í þetta. Teljum við þetta vera kjörið til að auka á samskipti milli skólanna og kynnast betur.
  5. “Nótt í skóla” hugmynd frá Halldóru, skoða betur fyrirmynd frá Hveragerði.

Fundi slitið kl 13:10.