Er barnið þitt flutt að heiman og inn til tölvunnar!?
Foreldrafræðsla um tölvufíkn – opinn fundur í Fjallasal í Sunnulækjarskóla mánudaginn 9. maí kl. 19.30-20.45.
– Molasopi í hléi.
Tveir ungir menn, þeir Halldór Karl Þórsson og Reynir Ásgeirsson þekkja tölvufíkn af eigin raun og ætla að miðla af reynslu sinni.
Tölvur eru til staðar á nánast hverju heimili, og stundum fleiri en ein. Þær eru jafn sjálfsagður hlutur og þvottavél. En hvað eru börnin okkar að gera í tölvunni á daginn/nóttunni? Hvaða áhrif hefur tölvunotkun á skynjun þeirra og atferli – verða þau nokkuð pirruð, uppstökk? Og veistu alltaf hvar og hvenær barnið þitt er í tölvunni? Hvað telst eðlileg tölvunotkun og geta börn haft stjórn á þeirri notkun sjálf?
Okkur er að öllu jöfnu ekki sama um hvað börnin borða en hvað með það ,,fæði” sem tölvuheimurinn býður upp á? Tölvufíkn er vaxandi vandamál og þeir Halldór og Reynir munu m.a. ráðleggja foreldrum um leiðir til að bregðast við vandanum.
Foreldrar/forráðamenn – fjölmennum!
Sveitarfélagið Árborg og Litli forvarnahópurinn
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Sunnulækjarskóli
Vallaskóli