Þorrablót í 4. bekk

Í vikunni var þorrablót hjá krökkunum í 4. bekk. Frá hausti hafa krakkarnir verið að vinna með bókina „Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti“. Þar lærðu þeir um gömlu mánaðaheitin og hvaða störf voru unnin áður fyrr í sveitum landsins. Hver mánuður var lesinn og unnin fjölbreytt einstaklingsverkefni sem öllum var safnað saman í stórar vinnubækur.

Í framhaldi af þessari vinnu hélt hver bekkur þorrablót. Krakkarnir gerðu boðskort og buðu foreldrum sínum og sumir ömmum og öfum á þorrablótið. Á blótinu komu krakkarnir upp í púlt og lásu eigin texta um þann mánuð sem þeir áttu að fjalla um. Einnig sungu þeir fyrir gesti sína.

Þorramatur

Að þessu loknu smökkuðu allir á þorramat og drukku mysu. Krakkarnir voru misduglegir við að smakka á þorramatnum en allir stóðu sig mjög vel við upplesturinn. Með þessu verkefni voru margar námsgreinar samþættar, þ.e.a.s. samfélagsfræði, íslenska, tónmennt, leikrækn tjáning og tölvur.

Bryndís, Margrét og Sigrún Sig.

2004, 2013-2014, 4. bekkur, torrablot (1)m2004, 2013-2014, 4. bekkur, torrablot (2)m