21. maí 2013 Pistill um mjólkurvörur
Kæru foreldrar/forráðamenn. Hér koma nokkrir fróðleiksmolar um mikilvægi þess að borða mjólkurvörur daglega og einnig fylgja með nokkrar boost-uppskriftir. Njótið vel. Mjólkin er mikilvæg fyrir beinin Mjólk og mjólkurvörur eru næringarríkur matur. Í þeim er t.d. mikið af próteinum, B2- og B12-vítamíni, kalki, joði, seleni og kalíum. Ef fólk neytir reglulega mjólkurvara stuðlar það að […]
Hjálmar frá Kiwanismönnum
Á hjóladeginum 10. maí fengu allir nemendur 1. bekkja nýjan reiðhjólahjálm, buff, bolta og glitmerki að gjöf frá Kiwanismönnum hér á Selfossi.
Grillað úti
Í góða veðrinu fyrir stuttu var útikennsla hjá nokkrum hópum í heimilisfræði. Sjötti bekkur fór t.d. í nestisferð um morguninn og eftir hádegi elduðu og bökuðu strákarnir úr 7. MIM á útigrilli í garði skólans.
Laus störf við Vallaskóla
Laus störf við Vallaskóla frá og með 1. ágúst 2013. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2013 Sjá auglýsingu hér.
Hollensk heimsókn
Við fengum skemmtilega heimsókn frá Hollandi í apríl sl. Það voru fjórir kennarar frá skólanum Wellantcollege, Brielle í Hollandi, bær sem er 20 km vestan frá Rotterdam. Skólinn er með nemendur á aldrinum 12-16 ára og námið er m.a. landbúnaðartengt.
