Foreldraviðtöl
Í dag mæta nemendur og forráðamenn þeirra í viðtöl hjá umsjónakennurum um líðan og námslega stöðu. Minnum á köku- og vöfflusölu nemenda í 10. bekk, fjáröflunarkaffi vegna útskriftarferð þeirra í vor. Aðeins er tekið við reiðufé.
Tækniskólaheimsókn
Þriðjudaginn 7. nóvember fóru nemendur í 9. og 10. bekk í heimsókn í Tækniskóla Íslands. Að þessu sinni var hópurinn óvenjustór 106 nemendur og 7 starfsmenn og töluðu móttökuaðilar um að þetta væri metfjöldi sem þau tækju á móti í einu lagi.
Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember, 20. nóvember í Vallaskóla
Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, er fagnað 16. nóvember ár hvert.
Starfsdagur
Í dag, 16. nóvember, er starfsdagur. Nemendur eru í fríi en starfsfólk Vallaskóla undirbýr foreldraviðtöl á morgun. Opið á skólavistun.
