Perlukarl
Baldvin Barri í 4. bekk gerði þennan stóra flotta perlukarl um daginn. Fyrst var hann einn í þessu en hægt og bítandi breyttist myndin í samvinnuverkefni þar sem margir hjálpuðu til við að flokka perlur eftir lit og jafnvel raða þeim á spjöldin.
Innritun í grunnskóla skólaárið 2018−2019
Innritun barna sem eru fædd árið 2012 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2018 fer fram 14.−28. febrúar næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og frístundaheimili inni á Mín Árborg sem er á heimasíðu Árborgar www.arborg.is eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu.
Vallaskóli á skákmóti
Í tilefni af skákdegi Íslands 26. janúar (fæðingadagur Friðriks Ólafssonar, stórmeistara) var haldið skákmót í Fischersetrinu á Selfossi. Um var að ræða Sveitakeppni grunnskóla á Suðurlandi og sendi Vallaskóli þrjár sveitir til leiks, tvær í yngri flokki og eina í eldri flokk, alls 16 nemendur.