Mætt eru: Svala formaður, Jón Özur ritari, Bryndís Klara nýr gjaldkeri, Gunnhildur Stella og Dagbjört Eiríksdóttir, fulltrúar kennara. [Vantar Margréti varafulltrúa kennara og Ölmu varafulltrúa foreldra].
Eftirfarandi var rætt á fundinum:
Kynning nýrra meðlima þar sem Bryndís Klara er boðin hjartanlega velkomin í stjórnina. Svala lýsir yfir ánægju með þann áhuga sem ósk um nýja stjórnarmeðlimi hefur fengið.
Sagt frá því að Alma [varafulltrúi foreldra í stjórn] ætlar útbúa samantekt um foreldraröltið á síðasta skólaári.
Rætt um hvernig tenglastarf hefur farið af stað á skólaárinu og almennri ánægju lýst með það. Rætt um foreldrafundi sem tenglar boða til, form þeirra og skipulag. Í sumum tilvikum þykir vera eðlilegt að hafa umsjónarkennara á slíkum fundum en öðrum ekki. Rætt um foreldrasamninga sem finna má í tenglamöppu. Aðeins rætt um skipulag á tenglamöppu.
Rætt um skólaþingið þar sem væntanleg Uppeldisstefna Vallaskóla var rædd. Mæting foreldra hefði mátt vera betri en tæplega 50 voru á fundinum. Form fundarins og skipulag var mjög gott og unnu foreldrar í hópum að mótun stefnunnar.
Aðeins rætt um hlutverk Hugvaka í boðun fundar á vegum RKÍ um fræðsluátak í kjölfar jarðskjálfta frá 29. október. Góð mæting var á fundinum. Foreldrafélagið boðaði til fundarins og lýsir yfir ánægju sinni með hann og þátttöku foreldra.
Rætt um hugsanlegar lagabreytingar við val á stjórn Hugvaka. Eiga kennarar að halda áfram að vera í stjórn? Eða á að láta þá víkja og taka áhugasama foreldra inn í stjórnina. Spyrja má hvað ný grunnskólalög segja um þetta atriði? Formaður Hugvaka leggur til að lagabreytingar verði gerðar á næsta aðalfundi með það í huga að kennarar víki úr stjórn Hugvaka en foreldrar verði teknar inn í staðinn í sambærileg embætti. Einnig leggur formaður til að nafni Hugvaka verði breytt. Stjórnin samþykkir að skoða þessar hugmyndir og að móta tillögu fyrir næsta stjórnarfund. Ritara gert að móta tillöguna, rýna í ný grunnskólalög og kynna sér form og skipulag foreldrafélaga annarra grunnskóla.
Fundi slitið klukkan 18.14,
Jón Özur Snorrason, ritari.