Vikuna 9. maí. – 13. maí fóru 26 nemendur frá Vallaskóla á námskeiðið Stelpur filma. Námskeiðið er á vegum RIFF sem er kvikmyndahátíð í Reykjavík og var haldið á Stokkseyri frá 9 – 15 þessa fimm daga.
Á námskeiðinu fengu nemendur fræðslu um handritsgerð, leikstjórn, kvikmyndatöku og einnig lærðu þá á klippiforrit. RIFF skaffaði þeim myndavélum og hljóðbúnaði en áttu nemendur að mæta sjálfir með tölvur. Alla vikuna voru nemendur að búa til stuttmyndir í 5-7 manna hópum og á síðasta degi námskeiðsins voru myndirnar sýndar.
Þetta eru mjög flottar stuttmyndir sem allir mega vera stoltir af.