Styrkur úr Sprotasjóði

Tvö verkefni sem Vallaskóli er þátttakandi í fengu góða styrki úr Sprotasjóði á dögunum.

Verkefnið Eflum tengsl heimila og skóla fékk styrk að upphæð 1.400.000 úr Sprotasjóði. Markmið þessa þróunarverkefnis er að bjóða grunnskólanemum með fjölmenningarlegan bakgrunn í Sveitarfélaginu Árborg og foreldrum þeirra á íslenskunámskeið þar sem helstu hugtök verða kynnt og unnið að eflingu skólaorðaforða.

Fjölskyldusvið Árborgar, grunnskólar sveitarfélagsins og Fjölbrautaskóli Suðurlands munu taka þátt í verkefninu.

Í þróunarverkefninu veita þær Anna Linda Sigurðardóttir, verkefnastjóri, Aneta Figlarska, kennsluráðgjafi í fjölmenningu og Anna Katarzyna Woźniczka, verkefnastjóri í málefnum flóttamanna, faglega ráðgjöf og halda utan um samstarfsfundi með tengiliðum skólanna.

 

Verkefnið Vörðum leiðina fær 5 milljón króna styrk úr Sprotasjóði. Um er að ræða samstarfsverkefni þriggja sveitarfélaga, þ.e. Árborgar, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar.

Markmið verkefnisins er að móta vegvísi fyrir kennara um það hvernig best sé að vinna með niðurstöður úr Stöðumatinu við gerð kennsluáætlana og við skipulag ÍSAT kennslu og annars námslegs stuðnings við nemendur af erlendum uppruna. Einnig verður unnið að leiðbeinandi grunni að kennsluáætlunum í öðrum námsgreinum fyrir yngsta stig, miðstig og unglingastig/framhaldsskóla. Í Sveitarfélaginu Árborg taka Sunnulækjarskóli, Vallaskóli og Fjölbrautaskóli Suðurlands þátt í verkefninu. Fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar í stýrihópnum eru þau Aneta Figlarska, kennsluráðgjafi í fjölmenningu, Hrund Harðardóttir, kennsluráðgjafi, og Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Vallaskóli 2020 (ÁRS)