Fréttasafn
Fréttir frá Vallaskóla
Dagur íslenskrar tungu
Dagskrá: 1.-5. bekkur: Kaffilestur eldri borgara. 6. bekkur: Heimsókn í leikskóla. 7. bekkur: Setning Stóru upplestrarkeppninar á sal. 8.-10. bekkur: Örsöguvinna og upplestur á sal.
Móðurmálið okkar
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í dag, þann 16. nóvember. Dagskrá var í öllum bekkjum.
Aðalfundur Hugvaka, foreldrafélags Vallaskóla
Kæru foreldrar/forráðamenn. Aðalfundur Hugvaka, foreldrafélags Vallaskóla verður haldinn fimmtudaginn 15. nóvember kl. 17.00-18.00. Fundurinn verður haldinn í Austurrýminu á Sólvöllum. Molakaffi. Dagskrá: 1. Kosning stjórnar. 2. Önnur mál. Skólastjóri.
Ný stjórn foreldrafélagsins Hugvaka
Ný stjórn foreldrafélags Vallaskóla, Hugvaka, var mynduð í dag á aðalfundi félagsins, fimmtudaginn 15. nóvember.
Foreldraviðtöl
Í dag, þriðjudaginn 13. nóvember, er komið að foreldraviðtölum á haustönn. Nemendur og forráðamenn þeirra mæta til viðtals hjá umsjónarkennara. Umsjónarkennarar gefa út lista yfir tímasetningar viðtala. Ath. að ferðanefnd 10. bekkjar verður með veitingasölu í dag. Vinsamlega styrkið útskriftarnemana […]
Starfsdagur
Mánudaginn 12. nóvember er starfsdagur í Vallaskóla. Verið er að undirbúa annaskipti. Frí hjá nemendum í dag.
Breytingar á skóladagatali
Þau mistök urðu að röng dagsetning varð á vetrarleyfi eftir áramót í Vallaskóla við birtingu skóladagatalsins. Vetrarleyfið eftir áramót verður mánudaginn 25. febrúar og þriðjudaginn 26. febrúar en ekki 28. febrúar og 1. mars eins og því miður misritaðist. Þetta […]
Munum kaffisöluna hjá 10. bekk 13. nóvember
Þriðjudaginn 13. nóvember, á foreldradaginn, standa nemendur 10. bekkjar fyrir veitingasölu í Vallaskóla. Hún er staðsett í aðalanddyrinu á Sólvöllum og í mötuneytinu. Salan hefst fljótlega upp úr kl. 8.00.
Kærleikskeðjan og umburðarlyndi
8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti. Þetta er í annað sinn sem verkefnisstjórn átaksins hvetur þjóðina til baráttu gegn einelti og tók Vallaskóli þátt með því að mynda kærleikskeðju innanhúss.
Landsátak gegn einelti
Dagurinn í dag, 8. nóvember, er helgaður baráttu gegn einelti. Um er að ræða landsátak og að sjálfsögðu eiga allir að taka þátt og sameinast í verki. Í Vallaskóla ætlum við að mynda kærleikskeðju innanhúss þannig að allir í skólanum […]
Fundargerð skólaráðs 7. nóvember 2012
Fundur haldinn í skólaráði Vallaskóla miðvikudaginn 7. nóvember kl. 17:00 Mættir: Guðbjartur Ólason, Gunnar Bragi og Hrönn fyrir hönd foreldra, Guðrún Eylín og Svanfríður fyrir hönd kennara, Helga Einarsdóttir fyrir hönd annars starfsfólks, Esther Ýr og Kári fyrir hönd nemenda […]
