Árshátíð unglingastigs

ÁRSHÁTÍÐ UNGLINGASTIGS 2012-2013

Árshátíð í 8., 9. og 10. bekk Vallaskóla verður haldin í íþróttahúsi Vallaskóla, fimmtudaginn 29. nóvember 2012.

Kvöldið hefst á hátíðarkvöldverði fyrir 10. bekk. Húsið opnar kl. 18.00 en borðhald hefst kl. 18:30. Boðið verður upp á tveggja rétta kvöldverð.

Matseðill fyrir 10. bekk: Lambalæri með röste kartöflum, steiktu grænmeti og villisósu. Frönsk súkkulaðikaka með villtum berjum og rjóma.

Hátíðardansleikur fyrir 8.-10. bekk:

Hátíðardansleikur verður síðan í íþróttasalnum fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Dansleikurinn hefst um kl. 20.30 og lýkur á miðnætti. Nafn hljómsveitarinnar sem leikur fyrir dansi er leyndarmál þetta árið. Spennandi kennaratriði verður á boðstólnum. Sjoppa verður á staðnum.

Hætt verður að hleypa inn í húsið kl. 21.30. Á dansleiknum mun fara fram krýning á herra og ungfrú Vallaskóli.

Ljósmyndari verður á staðnum eins og undanfarin ár. Hægt er að kaupa myndir síðar hjá Neva. Það verður auglýst síðar.

Miðasala fer fram í skólanum dagana 19. nóvember til og með 28. nóvember.

Verð fyrir kvöldverð og ball er kr. 4000 (10. bekkur)

Verð fyrir dansleik er kr. 2000 (8.-10. bekkur) – húsið opnar kl. 20.00 fyrir nemendur í 8. og 9. bekk.

Dansleik lýkur um kl. 24.00. MIKILVÆGT ER AÐ FORELDRAR SJÁI UM AÐ BÖRN SÍN FARI BEINT HEIM AF DANSLEIKNUM!

Föstudaginn 30. nóvember, daginn eftir árshátíð, er frí í fyrstu þremur tímunum hjá nemendum í 8.-10. bekk (frí frá 8:10-10:30). Síðan taka við jólaskreytingar, jólalög, kaffi og kakó, í bekkjarstofum klukkan.