Fréttasafn

Fréttir frá Vallaskóla

Tölvufíkn – fræðsla fyrir 8. bekk

22. apríl 2013

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í 8. bekk. Tölvufíkn – kannast einhver við það? Viltu vita meira? Taktu þá frá mánudaginn 22. apríl kl. 8.10-9.30. Þorsteinn Kristján Jóhannsson kennari kemur í heimsókn og fjallar um tölvufíkn. Hann hefur farið víða […]

Perfect

19. apríl 2013

Nemendaleiksýningin Perfect verður sýnd miðvikudaginn 10. apríl og fimmtudaginn 11. apríl. Það er leiklistarval skólans sem setur upp sýninguna. Leikstjóri er Leifur Viðarsson kennari við Vallaskóla. Foreldrar eru velkomnir á sýninguna sem staðsett verður í Litla leikhúsinu, kjallaranum á Sólvöllum. […]

Sýnt fyrir vini og vandamenn

19. apríl 2013

Þann 11. apríl héldu 5. bekkingar árshátíðina sína. Þar sýndu þeir afrakstur vinnu vetrarins í leikrænni tjáningu. Börnin sýndu bæði leikrit eftir aðra og nokkra frumsamda leikþætti. Í lokin sungu þau saman lag á dönsku. Síðan gæddu allir sér á […]

Árshátíð í 4. bekk

18. apríl 2013

Árshátíð nemenda í 4. bekk verður haldin fimmtudaginn 18. apríl frá kl. 18.00. Hún verður staðsett í Austurrýminu á Sólvöllum. Foreldrar innilega velkomnir. Nánar í upplýsingapósti frá umsjónarkennurum.

Árshátíð í 3. bekk

17. apríl 2013

Árshátíð nemenda í 3. bekk verður haldin miðvikudaginn 17. apríl frá kl. 17.30. Hún verður staðsett í Austurrýminu á Sólvöllum. Foreldrar innilega velkomnir. Nánar í upplýsingapósti frá umsjónarkennurum.

Hæfileikakeppni á unglingastigi

16. apríl 2013

Þriðjudagskvöldið 16. apríl stendur NEVA fyrir hæfileikakeppni á unglingastigi. Hún fer fram í Austurrýminu frá kl. 20-22.

Árshátíð í 7. bekk

15. apríl 2013

Krakkarnir í 7. bekk héldu velheppnaða árshátíð fyrir stuttu og buðu foreldrum sínum upp á skemmtilega leik- og söngdagskrá. Myndir frá hátíðinni eru nú til sýnis undir Myndefni hér á síðunni.

Árshátíð í 5. bekk

11. apríl 2013

Árshátíð 5. bekkja verður haldin fimmtudaginn 11. apríl. Verður hún í Austurrýminu og hefst kl. 18.00. Gengið er inn Engjavegsmegin. Foreldrar að sjálfsögðu velkomnir! Nánar í upplýsingapósti frá umsjónarkennurum.

Leikskólabörn skoða Vallaskóla

11. apríl 2013

Föstudaginn 8. mars fóru öll elstu börnin í heimsókn í Vallaskóla, alls 26 börn. Í ár höfum við þann háttinn á að öll börn heimsækja báða grunnskólana óháð því í hvorn þau munu svo stunda nám í. Samfélagið hér á […]

Árshátíð í 7. bekk

10. apríl 2013

Árshátíð 7. bekkja verður haldin miðvikudaginn 10. apríl kl. 18.30 í Austurrými skólans á Sólvöllum. Foreldrar eru velkomnir. Nánar í upplýsingapósti frá umsjónarkennurum.

Netfréttabréf forvarnahópsins

10. apríl 2013

Nú er tölublað nr. 3 komið út af Netfréttabréfi Forvarnahóps Árborgar. Þar er m.a. fjallað um tölvufíkn, kynlíf og unglinga og samstarf við Útvarp Suðurland.

Höfum þetta í lagi!

8. apríl 2013

Þar sem tíðin hefur verið góð hafa börnin komið á reiðhjólum í skólann, sem er vel. Engu að síður skal minnt á að foreldrar hugi vel að öryggisbúnaði hjólanna, þ.á.m. reiðhjólahjálmi, og að farið sé eftir umferðarreglum í einu og […]