Fréttasafn

Fréttir frá Vallaskóla

Kvöldvaka

17. mars 2014

Kvöldvaka verður haldin á unglingastigi frá kl. 18.00-22.00 í dag, mánudaginn17. mars. Fer hún fram í Austurrýminu á Sólvöllum og gengið er inn Engjavegsmegin. Foreldrar þeirra nemenda sem ætla að mæta eru beðnir um að fylgjast vel með því að […]

Flottar mottur

14. mars 2014

Marsmánuður er mottumánuðurinn eins og allir vita.

Stóra upplestrarkeppnin

13. mars 2014

Innanhússkeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Vallaskóla verður haldin í dag. Hefst kl. 12.30. Það eru nemendur í 7. bekk sem taka þátt.

NEVA Fundur 13. mars 2014

13. mars 2014

NEVA fundur 13. mars 2014. Kl 13:45. Mætt: Theódóra, Guðbjörg, Þórunn, Sunneva, Ívar. MIM ritar fundargerð. 1. Skipulögð vinna við kvöldvöku 17.3. Verkum deilt niður og stöðvar ákveðnar. 2. Rætt um breytingu á skipulagi NEVA fyrir næsta ár. Fundi slitið […]

Gullin í grenndinni

13. mars 2014

Nemendur í 2. GG og 6. GEM fóru í skógarferð í vikunni. Verkefni dagsins var að athuga hvort fóðurkúlurnar sem nemendur fóru með út í skóg í febrúar hefðu verið borðaðar og leita að sverasta trénu á svæðinu okkar.

Árshátíð í 5. bekk

12. mars 2014

Árshátíð nemenda í 5. bekk verður haldin í Austurrýminu á Sólvöllum miðvikudaginn 12. mars. Hefst hún kl. 17.30. Gengið er inn um anddyrið Engjavegsmegin. Sjá að öðru leyti upplýsingar frá umsjónarkennurum.

Samfés og The Tension

7. mars 2014

Samféshátíðin verður haldin dagana 7.-8. mars. Stúlknahljómsveitin The Tension frá Vallaskóla mun taka þátt í Samfés. Sjá nánar á: http://www.samfes.is/index.php/frettir/204-samfestingurinn-2014

Framhaldsskólinn og Menntagátt

7. mars 2014

Nú hafa nemendur í 9. og 10. bekk fengið góða kynningu á því sem í boði er í framhaldsskólum landsins eftir velheppnaða ferð í Kópavoginn 6. mars. Þó nemendur í 9. bekk eigi flestir einn vetur eftir í grunnskólanum þá […]

Framhaldsskólakynningin 6. mars

6. mars 2014

Framhaldsskólakynningin 6. mars (9. og 10. bekkur) Nemendur í 9. og 10. bekk fara á Stóru framhaldsskólakynninguna 6. mars og eiga að vera mætt á staðinn kl 12. Brottför er því um kl. 11.00. Nemendur fá leiðsögn um svæðið. Kynningin […]

Áhöfn Vallaskóli

6. mars 2014

Óhætt er að segja að starfsmenn Vallaskóla hafi ,,farið á flug“ í öskudagsgleðinni en margir þeirra klæddu sig upp sem flugáhafnarmeðlimi. Nemendur slóu auðvitað heldur ekki slöku við og mættu margir þeirra í skrautlegum og skemmtilegum búningum í tilefni dagsins.

Öskudagsball í Zelsiuz

5. mars 2014

ÖSKUDAGSBALL Í ZELSIUZ! 9.-10. bekkjar Stelpuklúbburinn í Zelsiuz ætlar að halda alvöru Öskudagsball!! Miðvikudaginn 5. mars (á öskudag) 1.-4. bekkur frá kl. 13:15-15:00 5.-7. bekkur frá kl. 17:00-19:00 Aðgangseyrir 500 kr. sem rennur í sjóð fyrir lokaferð stelpuklúbbsins í maí. […]

Bolludagur

3. mars 2014

Minnum á bollusölu nemenda í 10. bekk.