(Sent til foreldra í Mentor/pólsk þýðing neðst) Vallaskóla 14. apríl 2020
Kæru fjölskyldur.
Vonandi hafa allir haft það gott í páskafríinu.
Þar sem stjórnvöld voru með blaðamannafund í dag í tengslum við samkomubann og mögulega afléttingu þess 4. maí viljum við upplýsa ykkur áfram um eftirfarandi atriði:
Takmörkun á skólastarfi
Það verður engin breyting á takmörkun skólastarfsins. Það gildir áfram það sem fram kom í síðasta bréfi okkar 3. apríl síðastliðinn, allavega fram til 4. maí.
Mánudaginn 4. maí má hins vegar gera ráð fyrir einhverjum breytingum. Verður það í samræmi við það sem stjórnvöld hafa gefið út. Enn er of snemmt að segja til um það núna hvað nákvæmlega muni breytast. Nokkrir óvissuþættir eru til staðar sem þarf að skoða og finna lausnir á. Við munum halda ykkur upplýstum um þetta með góðum fyrirvara.
Það þarf að fara varlega í aflétta samkomubanni og við viljum vanda okkur eins vel við það og hægt er í fullu samræmi við fyrirmæli stjórnvalda. Við viljum ekki fá bakslag í útbreiðslu COVID-19.
Áríðandi! Munið að tilkynna veikindi eða aðra fjarveru nemenda til ritara skólans fyrir hvern dag (nema um skráð langtímaleyfi sé að ræða). Síminn er 480 5800.
Þá þarf einnig að tilkynna fjarveru nemenda á frístund. Síminn er 480 5860 eða 480 5861. Einnig er hægt að senda tilkynningu á fristund@vallaskoli.is .
Varðandi fjarnám á unglingastigi
Nú þegar er búið að senda út tilkynningu á mentor um fyrirkomulagið út aprílmánuð.
Fjarkennsla verður áfram á unglingastigi fram til 4. maí hið minnsta. Það er m.a. gert í ljósi þess að erfiðara er að halda 20 manna hóparegluna í austurrýminu og kennarar geta betur þjónustað nemendur í fjarnámi við þær aðstæður sem við búum við núna.
Árshátíðir og skólaferðalög
- Allar árshátíðir skólans sem eftir eru í 1.-7. bekk falla niður þetta skólaárið.
- Skólaferðalag 7. bekkjar er í skoðun. Nánar síðar.
- Skólaferðalag 10. bekkjar er í skoðun. Nánar síðar.
- Bekkjaljósmyndataka sem vera átti 28. apríl er í skoðun.
Enn og aftur brýnum við alla til þess að gæta hreinlætis og sýna aðgát. Munið að á www.covid.is er að finna mikið af gagnlegum og réttum upplýsingum um COVID-19.
Hlýðum Víði!
Með kærri kveðju.
Starfsfólk Vallaskóla.
Drogie rodziny.
Mam nadzieje, ze wszyscy dobrze spedzili przerwe swiateczna.
Poniewaz rzad mial dzisiaj konferencje prasowa w zwiazku z zakazem masowych zgromadzen i mozliwoscia zniesienia ich 04.maja chcielibysmy poinformowac Was o nastepujacych kwestiach
Ograniczenia w pracy szkoly.
Nie bedzie zadnych zmian w ograniczeniach pracy szkoly. Nadal obowiazuje to co bylo podane w naszym ostatnim liscie z 03.kwietnia, przynajmniej do 04.maja.
Jednak w poniedzialek 04.maja mozna spodziewac sie jakis zmian. Bedzie to zgodne z tym co wydal rzad. Jest jeszcze za wczesnie aby powiedziec teraz co dokladnie ulegnie zmianie. Istnieje kilka niejasnosci, które trzeba sprawadzic i znalezc rozwiazanie. Bedziemy informowac Was na biezaco i odpowiednio wczesnie.
Nalezy bardzo ostroznie zmniejszac ograniczenia odnosnie zakazu masowych zgromadzen i chcemy postarac sie wykonac to tak dobrze jak jest to tylko mozliwe w pelnej zgodnosci z instrukcjami rzadu. Nie chcemy nawrotu w rozprzestrzenianiu sie COVID-19.
Wazne ! Pamietajcie aby zglaszac chorobe lub nieobecnosc ucznia do sekretarki kazdego dnia (z wyjatkiem zapisania dluzszego wolnego). Numer telefonu 480 5800. Nalezy tez powiadomoc o nieobecnosci ucznia na swietlicy. Numer telefonu 480 5860 lub 480 5861. Mozliwe jest równiez wyslanie powiadomienia na fristund@vallaskoli.is .
Odnosnie zdalnej nauki na dziale nastolatków.
Zostalo wyslane powiadomienie na mentor o organizacji nauczaniu na miesiac kwiecien.
Nauczanie zdalne na dziale nastolatków bedzie kontynuowane przynajmniej do 04.maja. Jest to spowodowane m.in. tym, ze trudno jest zachowac regule grupy 20 osób w czesci wschodniej (austurrými) a w ten sposób nauczyciele moga równiez lepiej pomagac uczniom w nauczaniu zdalnym w obecnych okolicznosciach.
Coroczny festiwal i wycieczki szkolne
. Wszystkie festiwale szkolne, które sa przewidziane dla klas 1-7 sa odwolane w tym roku szkolnym.
. Wycieczka szkolna klas 7 jest rozpatrywana. Wiecej o tym pózniej
. Wycieczka szkolna klas 10 jest rozpatrywana. Wiecej o tym pózniej.
. Zdjecia klasowe które mialy byc 28.kwietnia sa rozpatrywane.
Ponownie wzywamy wszystkich o dbalosc o higiene i wykazanie sie ostroznoscia. Pamietajcie, ze na www.covid.is mozna znalezc duzo przydatnych i wlasciwych informacji o COVID-19.
Jestesmy posluszni Víðirowi!