Siljan 2018 – Vallaskóli á meðal vinningshafa

Fjölmargir nemendur Vallaskóla í 5 – 10. bekk tóku þátt í Siljunni í ár en Siljan er myndbandakeppni grunnskólanna.

Brynhildur Þórarinsdóttir sem heldur utan um keppnina kom í heimsókn í Vallaskóla miðvikudaginn 9. maí og tilkynnti nemendum að Vallaskóli hefði hlotið 3. sætið í keppninni, bæði á yngra stigi 5.-7. bekk og efra stigi 8.-10. bekk.

Nemendur áttu að velja sér íslenska barna- eða unglingabók, útgefna á árunum 2015-2017 og vinna myndband út frá bókinni í tímum í leikrænni tjáningu en kennari þar er Hera Fjölnisdóttir.

Það er mikið af skapandi nemendum í Vallaskóla sem bjuggu til mörg skemmtileg myndbönd en gaman er að segja frá því að nemendur í Vallaskóla voru þeir sem sendu langflest myndbanda inn í keppnina.

Á yngra stigi voru það stúlkurnar Júlía Katrín Sigmundsdóttir, Erla Margrét Gunnarsdóttir, Selma Lísa Björgvinsdóttir og Sigurlaug Sif í 6. MK sem hlutu verðlaun fyrir myndband sitt um bókina Kiddi Klaufi, furðulegt ferðalag. Hér má sjá mynd af þeim með bekkjarfélögum sínum.

Mynd. Vallaskóli 2018 (MIM). Nemendur í 6. MK ásamt Margréti Kristjánsdóttur umsjónarkennara, Höllu Baldursdóttur stuðningsfulltrúa, Heru Fjölnisdóttur kennara í leikrænni tjáningu og Brynhildi Þórarinsdóttur fulltrúa Siljunnar.

 

 

 

 

 

 

 

Á efra stigi voru það stúlkurnar Eva Guðrún Jónsdóttir, Hrefna Sif Jónasdóttir, Karen Birta Jónsdóttir, Karitas Líf Sigurbjörnsdóttir, Kristjana Ólafsdóttir, Lena Ósk Jónsdóttir, Sara Nugig Ingólfsdóttir og Thelma Lind Sigurðardóttir úr 8.EK sem gerðu stiklu úr bókinni Skóladraugurinn. Hér má líka sjá mynd af þeim með bekkjarfélögum sínum.

Mynd: Vallaskóli 2018 (MIM). Nemendur í 8. EK ásamt Elsie Kristinsdóttur umsjónarkennara, Heru Fjölnisdóttur kennara í leikrænni tjáningu og Brynhildi Þórarinsdóttur fulltrúa Siljunnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

Báðir hópar fengu viðurkenningarskjal og 10 þúsund krónur í verðlaun.

Við óskum verðlaunahöfunum innilega til hamingju.

Hér fyrir neðan má sjá verðlaunamyndböndin.

https://www.youtube.com/watch?v=Mon0m9MxAE4&index=5&list=PLoCrTusJTD5ymROKGOdS7RPbAoVdHFGkY

https://www.youtube.com/watch?v=avqmepB4Q3c&index=9&list=PLoCrTusJTD5ymROKGOdS7RPbAoVdHFGkY

Af www.barnabokasetur.is