Sælir forráðmenn
Mér var að berast póstur um að ákveðið hafi verið að fresta samræmdum könnunarprófum í stærðfræði og ensku í þessari viku. Þannig að á morgun verður hefðbundinn kennsla í 9. bekk.
Skólum er gefinn kostur á að leggja öll þrjú samræmdu könnunarprófin fyrir á tveggja vikna tímabili frá og með næsta mánudegi. Þannig hafi skólar val um hvaða próf þeir leggja fyrir og hvenær á tímabilinu 15.-26. mars. Allir nemendur innan sama skóla verða að taka sama próf á sama degi.
Ekki hefur verið gengið frá því hvað dag nemendur í Vallaskóla þreyti prófin en upplýsingum verður komið til ykkar um leið og það skýrist. Ég biðst velvirðingar á þessum hringlandahætti.
Guðbjartur Ólason
Vallaskóli