Sveitakeppni grunnskóla á Suðurlandi í skák

Suðurlandsmót grunnskóla í skák fór fram mánudaginn 1. mars, í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum, þar sem sveit Vallaskóla landaði silfri.

Mótið er sveitakeppni fyrir grunnskóla á Suðurlandi. Að þessu sinni var þátttaka í mótinu með allra besta móti en tæplega 100 keppendur tóku þátt fyrir hönd 7 grunnskóla.

Teflt var í tveimur flokkum. Annars vegar í 1.-7. bekk og hins vegar í 8.-10. bekk og voru 4 nemendur í hverri sveit.

Gauti Páll Jónsson, fulltrúi Skáksambands Íslands, var mótsstjóri.

 
Það tóku 17 sveitir þátt í yngri flokknum, 1.-7. b.,  og þ.á.m. sveit frá Vallaskóla. Eftir tvísýna keppni fór svo að Flúðaskóli a-sveit sigraði með 18 v.  og því næst kom Vallaskóli með 17 v. Grunnskólinn Hellu átti sigursveitina í eldri flokki.


Sveit Vallaskóla skipuðu: Guðbergur Ágústsson (7.b.),Magnús Tryggvi Birgisson(4.b.),  Þórður Már Steinarsson (7.b.) og Sindri Snær Gunnarsson( 7.b.).
Mótið var skemmtilegt og teflt við frábærar aðstæður á Flúðum. Strákarnir stóðu sig allir vel og munaði hársbreidd að þeir tækju gullið.
Björgvin Smári, kennari við Vallaskóla

 

Vallaskóli 2021 (BSG)
Vallaskóli 2021 (BSG)
Vallaskóli 2021 (BSG)
Vallaskóli 2021 (BSG)
Vallaskóli 2021 (BSG)