Í Vallaskóla fer fram pólskukennsla í umsjón kennarans Anetu Figlarska.
Hún fór með nokkrum nemendum sínum í Björgunamiðstöðina en börnunum þótti mjög áhugavert að nýi slökviliðsbíll Björgunarmiðstöðvarinnar var keyptur í Póllandi. Einnig má til gamans geta að Vallaskóli er skráður á pólska gagnagrunnssíðu yfir þá skóla sem kenna pólsku, sjá hér.


