23 nemendur 9. bekkjar og átta nemendur 8. bekkjar í Vallaskóla náðu að komast í aðra umferð í Pangea stærðfræðikeppninni.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að nemendur fá send verkefni sem þau eiga að leysa án nokkurra hjálpargagna og kemst um helmingur nemenda áfram í aðra umferð. Þeir sem standa sig best í annarri umferð komast síðan alla leið í úrslitakeppnina.
Keppnin fer fram í 17 löndum og er meginmarkmið keppninnar að hvetja þátttakendur áfram og ýta undir áhuga grunnskólanemenda á stærðfræði og raunvísindum.


