NEVA fundur 2. febrúar 2012.
14:00.
Mætt. Halldóra, Kári, Elfar, Alexander, Karen, Guðbjartur, Þóra, Már, Þorvaldur. Esther og Andrea voru fjarverandi.
Þorvaldur kíkti á fund og fór yfir fjármál NEVA og ræddi um mögulegar breytingar á Galaballi/árshátíð og þá um leið hugsanlegu lokahófi 10. bekkjar.
- Ball/diskótek fyrir yngsta stig 15 febrúar. 1-4 bekkur frá 16:00-17:30 og miðstig 18:00-19:30. DJ. Svepps spilar. Andrea talar við hann. Alexandra býr til miða til að auglýsa böllin. Halldóra sér um að græja sjoppuna. Guðbjartur og Kári selja í sjoppunni (10. bekkur sér um sjoppuna).
- kvöldvaka 15. mars. Þóra talar við Silju í Ozone um tískusýningu, Halldóra talar við Gísla í Barón. Karen athugar hvort einhverjar hárgreiðslustofur vilji taka þátt. Már reddar númeri/tölvupósti hjá fyndnasta manni suðurlands 2011. Elfar hefur samband við krakka úr FSu sem hafa áhuga á að spila.
- Páskaeggjabingó 30. mars. Athuga með spons frá Freyju/Góu/Nóa. Framkvæmd og útfærsla í höndum Halldóru og Más.
- Rætt um hugsanlegar breytingar á Galaballi. Hvernig er hægt að endurnýja og breyta Galaballinu. Þarf að breyta og þá hvernig? Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi.
- Kom upp hugmynd um óvæntan videódag 5. mars, daginn sem kennarar koma frá New York. Hugsanlegt er að kennsla verði felld niður hjá elsta stigi í fyrstu 2 tímunum svo mögulegt er að sýna mynd/myndir í 3-4 tíma. Þá annaðhvort vera með stóra bíósýningu í Austurrými fyrir alla eða nýta 2-3 stofur og hafa mismunandi myndir. Erindi sent áfram til stjórnenda.
- Í framhaldi af liði 4. var rætt hvernig hægt væri að koma til móts við 10. bekkinga um lokahóf. Hugmyndir um allt frá litlu teiti til sundlaugarpartýs. Meðlimir NEVA almennt áhugasamir og jákvæðir varðandi mögulegar breytingar á Galaballi. Þau hafa virkilega áhuga á því að koma að endurskipulagningu og endurnýjun á ballinu.
Fundi slitið 15:20.