NEVA fundur fimmtudaginn 13. september 2012
Mættir: Esther, Hjördís Inga, Elísa, Guðbjartur, Kári, Anna Júlía, Hallgerður, Dagur og Guðbjörg.
Fundur settur klukkan 13:41.
1. Hugmyndin að veggmynd í miðrými rædd. GG var búin að tala við smíðakennara og hann kom með hugmynd að ramma sem yrði settur á vegginn og síðan væri þá auðvelt að skipta um mynd í rammanum. Neva líst vel á þetta og GG ræðir þetta áfram við stjórnendur.
2. Ákveðið að hafa teiknisamkeppni innan skólans (unglingadeild) um ,,graffití“ á veggmyndina. Hafa orðið VALLASKÓLI en láta teiknara ráða litunum, það gæti komið eitthvað flott út úr þessu. Esther og Elísa ætla að búa til þetta plakat. Plakatið kemur upp á vegg föstudaginn 21. september og það þarf að skila tillögum inn fyrir föstudaginn 5. október. Nota á póstkassann hvíta í miðrýminu. Þarf að merkja hann Neva.
3. Rætt um hæfileikakeppnina. Stungið upp á fimmtudeginum 18. október. GG ætlar að fá leyfi fyrir þessu; athuga hvort að Neva fái leyfi til að halda keppnina í skólanum þennan dag, gæsla verði í lagi og bjóða megi fleiri skólum að koma. BES, Sunnulækur, Flóaskóli, Þorlákshöfn, Hveragerði.
4. Galaball. Hér voru kosningar aðeins ræddar og GG punktaði hjá sér hverju á að breyta.
5. Rætt um Græna daginn … það voru margir sem tóku þátt – en gleymdu myndatökunni! Stungið upp á að vera með rokkþema og svoleiðis í staðinn fyrir liti. Það var samþykkt og næst verður þetta sett inn á dagatalið sem GG ætlar að koma með.
6. Barna-diskó. Tókst vel í fyrra og áhugi á því að halda þetta aftur. Spurning um hvenær. Finna dagsetningu fyrir það. Hafa sjoppu og frítt inn.
7. Rætt um hljómsveitir sem koma til greina á ballið. Bjartur og Kári ætla að hafa samband við eina þeirra – AFTUR!!!
Fundi slitið klukkan 14:45.
Ritari, Guðbjörg Grímsdóttir.