Á heimasíðu Vallaskóla eru eftirfarandi upplýsingar um námsframboð framhaldsskóla á Íslandi. Þetta efni er unnið af Ásthildi G. Guðlaugsdóttur, náms- og starfsráðgjafa Kársnesskóla með styrk frá Erasmus +.
Stjórn Verkiðnar sem sér um að halda Íslandsmót Iðn- og verkgreina að jafnaði á 2ja ára fresti og nú í annað sinn stóra Framhaldsskólakynningu samhliða því móti 16.-18. mars. Verkiðn hefur átt gott samstarf við Ásthildi varðandi gerð og dreifingu þessa kynningarefnis. Við í Vallaskóla stefnum á að fara með nemendur í 9. og 10. bekk á þessa kynningu. Við viljum líka vekja athygli á að þriðjudaginn 14. mars verður Starfamessa í Fsu https://www.facebook.com/events/1153438168070569/ og þangað stefnum við líka á að fara.
Það er mikilvægt að kennarar og náms- og starfsráðgjafar hafi aðgang að upplýsingum um námsframboð á framhaldsskólastigi ekki síst nú í kjölfar mikilla breytinga á framhaldsskólastiginu. Undanfarið hefur náms- og starfsráðgjafi verið að fara yfir þetta efni með nemendum í 10. bekk.
Athygli skal líka vakin á tveimur mjög góðum vefsíðum með miklu efni um nám og störf en það eru síðurnar;
Nám og störf http://www.namogstorf.is/ og
Næstu skref http://www.naestaskref.is/frontend/heim.aspx .
Á þessum síðum er mikið magn upplýsinga um nám og störf sett fram á fjölbreytilegan máta í máli og myndum.