Þær Sirrý og Elín komu í heimsókn og færðu nemendum í 7. bekk Lestrardagbókina að gjöf.
Það er Lestrardagbókarfélag Suðurlands sem gefur út þessa góðu og hagnýtu bók. Sirrý og Elín starfa báðar á bókasöfnum hér á Selfossi og um leið og þær færðu nemendum gjöfina hvöttu þær þá til að lesa sér sem mest til gagns og ánægju.
Í Lestrardagbókina geta nemendur skráð þær bækur sem þeir lesa og hugleiðingar sínar eftir lesturinn. Þess má geta að Lestrardagbókin er líka notuð í skólanum í tengslum við bókalestur þar.
Við þökkum Sirrý og Elínu kærlega fyrir góða gjöf.