Þá er spurningakeppni Vallaskóla; „KVEIKTU“ – hafin í sjötta sinn. Það eru nemendur á efsta stigi sem taka þátt. Fyrstu umferð, sem var mjög spennandi og jöfn, er lokið og þau lið sem munu keppa í annarri umferð eru 8. GG gegn 9. RS og 10. HS gegn 10. MA. Þær tvær viðureignir fara fram fimmtudaginn 14. mars – í fyrstu tveimur tímunum. Þá ræðst hvaða tvö lið keppa til úrslita, þann 21. mars nk. Keppt er um hinn stórmerkilega grip ,,Græna lampann“.
Og stelpur koma sterkar inn í keppnina í Vallaskóla og þær hafa verið sigursælar í gegnum tíðina. Sigurliðið í fyrra samanstóð af þremur snilldarstúlkum og til gamans má geta að ein þeirra er nú þátttakandi í Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Það er hún Hrafnhildur Hallgrímsdóttir, sem er í liði Kvennaskólans í Reykjavík. Spurningarliði sem keppir til úrslita þegar þetta er skrifað. Óskum við Hrafnhildi alls hins besta í úrslitunum.
[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]