Vallaskóli sendi sveit til keppni á Íslandsmót barnaskólasveita sem fór fram í Reykjavík 27. mars.
Í skáksveit Vallaskóla voru þeir: Guðbergur Davíð Ágústsson, Þórður Már Steinarsson, Sigurður Ingi Björnsson og Óskar Tumi Tómasson. Allir eru þeir í 7. bekk.
Liðsstjóri var Björgvin Smári kennari. Sveitin hafnaði í 13. sæti og fékk 2. verðlaun landsbyggðasveita á eftir Brekkuskóla frá Akureyri.
Mikill skákáhugi hefur verið meðal nemenda undanfarið og eru skákæfingar á miðstigi kl. 13.40-14.20 á mánudögum og hjá 4. bekk á þriðjudögum kl. 13.00-13.40.
Skákæfingarnar eru á vegum skólans og sér Björgvin Smári kennari um þær.




