Hún Sigurbjörg Ólafsdóttir, starfsmaður á skólavistun, tók sig til fyrir stuttu og kenndi nokkrum börnum að hekla. Afleiðingin er sú að nú hefur mikið hekl-æði gripið um sig bæði á skólavistun og Vallaskóla. Nemendur, bæði drengir og stúlkur, biðja nú kennara sína um leyfi til að hekla í nestistímanum á meðan kennarinn les söguna. Þetta er auðvitað stórkostlegt og á hún Sigurbjörg, Sibba, mikið hrós skilið. Guðný tók þessar
myndir.