Hátíð sem lifir og dafnar

Stóra upplestrarkeppnin, á svæði Vallaskóla, fór fram í Þorlákshöfn fimmtudaginn 3. apríl sl. Hátíðin var haldin í Versölum, samkomu- og ráðhúsi Þorlákshafnarbúa. Fulltrúar úr fimm skólum tóku þátt eða úr Vallaskóla, Sunnulækjarskóla, Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskóla Þorlákshafnar og Grunnskólanum í Hveragerði. Að auki var boðið upp á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga og tónlistarmaðurinn Jónas Sig flutti skemmtilegt ávarp.

 

Fulltrúar Vallaskóla voru sem fyrr þau Haukur Páll Hallgrímsson, Þórunn Anna Guðbjartsdóttir, Hekla Rún Harðardóttir og til vara: Ólöf María Stefánsdóttir. Aðdáunarvert var að sjá frammistöðu okkar fólks og ber að hrósa þeim fyrir vandaðan upplestur og agaða framkomu.

 

Leikar fóru þannig að Grunnskólinn í Hveragerði hlaut 1. verðlaun, því næst Sunnulækjarskóli með 2. verðlaun og svo Vallaskóli með 3. verðlaun. Það var Hekla Rún sem hreppti verðlaunin og er vel að þeim komin. Við óskum öllum vinningshöfum til hamingju með árangurinn og í raun öllum þátttakendum í þessari skemmtilegu hátíð sem dafnar með hverju árinu sem líður.

[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]

Ljósmynd: Vallaskóli 2014. Árgangur 2001. Jónas Sig tónlistarmaður að halda ávarp.
Ljósmynd: Vallaskóli 2014. Árgangur 2001. Jónas Sig tónlistarmaður að halda ávarp.

 

[/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]

Ljósmynd: Vallaskóli 2014. Árgangur 2001. Fulltrúar Vallaskóla með Þórdísi Kristjánsdóttur kennara.
Ljósmynd: Vallaskóli 2014. Árgangur 2001. Fulltrúar Vallaskóla með Þórdísi Kristjánsdóttur kennara. Frá vinstri: Ólöf María, Þórunn Anna, Þórdís, Hekla Rún og Haukur Páll.

 

[/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]

2001, 2013-2014 stóra upplestrarkeppnin lokahátíð þorlákshöfn) (38)m
Ljósmynd: Vallaskóli 2014. Árgangur 2001. Fulltrúar Vallaskóla með umsjónarkennurum sínum þeim Má I. Mássyni og Birgi Aðalbjarnarsyni.
[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]