Fundur 21. janúar 2009
Guðbjartur setti fund kl.17.00 en fundurinn er framhald síðasta fundar sem fjallaði um tillögur að breytingu á skólasókn nemenda í Sunnulæk.
Eftir umræður og skoðanaskipti varð ráðið sammála um svohljóðandi umsögn:
,,Að vel yfirlögðu ráði og með hagsmuni nemenda að leiðarljósi leggjum við til að líta frekar til tillögu 2 og þannig geti Sunnulækjarskóli orðið í framtíðinni tveggja deilda skóli eins og hann var í upphafi hannaður til.“
Guðbjartur óskaði eftir að viðhorf stjórnenda kæmi hér einnig fram, en það er svohljóðandi:
„Viðhorf okkar stjórnenda í Vallaskóla var að gæti Sunnulækjarskóli ekki tekið við nemendunum þá værum við tilbúin að leysa málin í Vallaskóla eftir því sem húsnæði hans leyfir, enda yrði með þessari lausn ekki fleiri nemendur við skólann en eru í dag“.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:10.
Svanfríður Guðm.
Jón Özur Snorrason
Hjörtur Þórarinsson
María Hauksdóttir
Hrönn Bjarnadóttir
Guðrún Eylín Magnúsd.
Kolbrún Lilja Guðnad.
Guðbjartur Ólason.