Fundargerð skólaráðs Vallaskóla
Fundur 31. mars 2009
Guðbjartur setur fund kl. 17:00, páskafund skólaráðsins.
1.mál: Um sameiginlega tilkynningu frá skólastjórum grunnskólanna í Árborg vegna niðurskurðar á vorferðum nemenda. Tilkynningin er send til allra foreldra. Ástæða niðurskurðarins er vegna alkunnra erfiðleika í efnahagsmálum, eins og kemur fram í sameiginlegri tilkynningu. Þar segir einnig: ,,Af þessum ástæðum tilkynnist öllum hlutaðeigendum hér með að engar vor- eða bekkjarferðir með tilheyrandi launa- og aksturskostnaði verði á vegum skólanna í vor. Hins vegar verða þess í stað skipulagðar göngu- og hjólreiðaferðir og ýmiss konar aðrar uppákomur sem ekki fylgir sérstakur aukakostnaður en kynntar verða nánar í hverjum skóla fyrir sig.“
2. mál: Skóladagatal Vallaskóla lagt fyrir skólaráð, (fyrir) veturinn 2009-2010. Guðbjartur fer yfir helstu liði og skýrir þá út. Umræður og skoðanaskipti.
Næsti fundur skólaráðs, vorfundur ákveðinn þriðjudaginn 19. maí kl. 17:00. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:05.
Jón Özur Snorrason
Svanfríður Guðmundsdóttir
Hrönn Bjarnadóttir
Guðrún Eylín Magnúsdóttir
María Hauksdóttir
Guðjartur Ólason
Hjörtur Þórarinsson