Fundur í Skólaráði Vallaskóla 24. maí 2012 og hefst kl. 17.00.
Mætt eru: Guðbjartur Ólason– sem stýrir fundi, Jón Özur Snorrason, Hrönn Bjarnadóttir, Guðrún Eylín Magnúsdóttir, Helga Einarsdóttir, Svanfríður K. Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Þorsteinsson og Halldóra Íris Magnúsdóttir.
Guðbjartur býður gesti velkomna og boðar til dagskrár:
1) Niðurstöður úr ráðgefandi skoðanakönnun starfsmanna Vallaskóla: Guðbjartur kynnir niðurstöður og framsetningu könnunar sem sjálfsmatsnefndin stóð fyrir. Tíu spurningar mynduðu grundvöllinn og tengdust m.a. tímaás skólans, skólaferðalögum, vetrarfríi, mötuneyti skólans, árshátíð nemenda, tölvuþjónustu og annafyrirkomulagi.
2) Kennsluskipting: Búið að manna allar stöður næsta vetrar. Þrír kennarar fara í orlof, yngri barna kennarar.
3) Breytingar á tímaás Vallaskóla: Guðbjartur ber upp við skólaráðið hvort breyta eigi tímaásnum með hliðsjón af útskýringum á dagskipulagi skólans. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Fundi slitið kl. 17.50.
Jón Özur, fundarritari.
Helga R. Einarsdóttir.
Svanfríður Guðmundsdóttir.
Hrönn Bjarnadóttir.
Halldóra Íris Magnúsdóttir.
Gunnar B. Þorsteinsson.
Guðrún Eylín Magnúsdóttir.
Guðbjartur Ólason.