Mættir: Guðbjartur, Halldóra og Andrea, fulltrúar nemenda, Hrönn og Gunnar Bragi, fulltrúar foreldra, Guðrún Eylín og Svanfríður, fulltrúar kennara, Helga Einarsdóttir, fulltrúi annars starfsfólks og Jön Özur, fulltrúi grenndarsamfélags.
1. Guðbjartur kynnir fyrir skólaráði “ytra mat” á skólum sem er lagabundin skylda. Þessari nýbreytni í skólastarfi er fagnað og skólasamfélagið í Vallaskóla er meira en tilbúið að taka þátt í þessu verkefni.
2. Guðbjartur segir frá skólaþingi sem haldið verður 19. janúar. Áður verður haldið svokallað nemendaþing með þjóðfundarfyrirkomulagi. Viðfangsefni á skólaþinginu verða ma: nemendaferðir, breytingar á tímaás, ábendingar til vinnuhóps sem vinnur að breytingum á skólastefnunni. Reynt verður að virkja sem flesta í skólasamfélaginu til þátttöku (m.a. með úthringingum). Mikilvægt er að sem flestir í samfélaginu komi á skólaþing, yngri sem eldri borgarar. Allir þeir sem koma að skólasamfélaginu, nemendur, starfsfólk, forráðamenn munu taka þátt í þessari vinnu.
Fundi slitið kl. 18:00.
Helga R. Einarsdóttir
Gunnar B. Þorsteinsson
Hrönn Bjarnadóttir
Guðrún Eylín
Svanfríður Guðm.
Halldóra Íris Magnúsdóttir
Andrea Victorsd.
Guðbj. Ólason
JÖzur