Óhætt er að segja að leiksýningin um Bangsímon og félaga hafi verið mjög vel heppnuð. Nemendur í leiklistavali 9. bekkjar sýndu leikritið fyrir yngri deildir Vallaskóla í gær, mánudag, og stóðu leikendurnir sig með prýði. Áhorfendur skemmtu sér konunglega enda var leikur leikaranna lifandi og hélt áhorfendum föngnum allan tímann.
Það er Leifur Viðarsson kennari sem heldur utan um starf leiklistarvalsins.
Nemendur í yngri deild skólans þakka fyrir sig.