Vallaskóla 14. desember 2021
Kæru fjölskyldur nemenda í Vallaskóla
Jólaleyfi nemenda og starfsfólks er framundan og vert að fara yfir nokkra dagskrárliði:
• Föstudaginn 17. desember verða litlu jólin (skertur dagur):
Yngsta stig, 1.-4. árgangur
Jólaball í nokkrum hópum (vegna fjöldatakmarkana). Dansað í kringum jólatréð í anddyrinu á Sólvöllum.
Nemendur mæta á eftirfarandi tímum:
▪ Kl. 8:20-9:00: 2. árgangur.
▪ Kl. 9:00-9:40 og 9:40-10:20: 1. árgangur, tveir hópar.
▪ Kl. 10:20-11:00: 3. árgangur.
▪ Kl. 11:00-11:40 og 11:40-12:20: 4. árgangur, tveir hópar.
Opið er á frístund fyrir þá nemendur sem eru skráðir.
Sjá nánar í vikubréfum umsjónarkennara.
Miðstig, 5.-7. bekkur
Nemendur mæta á eftirfarandi tíma:
▪ Kl. 10:00-11:20: Stofujól hjá öllum árgöngum. Nemendur mæta í umsjónarstofur sínar.
Sjá nánar í vikubréfum umsjónarkennara.
Efsta stig, 8-10. bekkur
Nemendur mæta á eftirfarandi tíma í austurrými.
▪ Kl. 9:30-11:00: 10. og 9. árgangur. Félagsvist.
▪ Kl. 9:30-11:00: 8. árgangur. Bingó.
Sjá nánar í vikubréfum umsjónarkennara.
• Jólaleyfi stendur yfir frá og með 18.12.2021 til og með 2.1.2022.
• Mánudagurinn 3. janúar: Starfsdagur. Frí hjá nemendum.
• Þriðjudagurinn 4. janúar: Kennsla hefst aftur eftir jólaleyfi skv. stundaskrá.
• Fimmtudagurinn 6. janúar: Skertur dagur, stöðufundir árganga. Kennslu hætt kl. 10:30 (nánar síðar).
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við vonum að
þið njótið leyfisins til fullnustu.
Með kærri kveðju.
Starfsfólk Vallaskóla