Stóra upplestrarkeppnin

Þennan veturinn mun Stóra upplestrarkeppnin í 7. árgangi vera haldin með breyttu sniði.

Síðustu árin hefur Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn rekið verkefnið en nú er komið að sveitarfélaginu Árborg og grunnskólunum að sjá um skipulag keppninnar.  

Rithöfundur keppninnar þetta árið er Bergrún Íris Sævarsdóttir og ljóðskáldið er Jónas Hallgrímsson. Byrjað verður á því að halda skólakeppnir í hverjum skóla fyrir sig og eru nemendur nú þegar byrjaðir að æfa sig, en síðan verður lokakeppni sveitarfélagsins haldin 24. mars í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Hér má sjá plaggat keppninnar þennan veturinn og er það hannað af Ástu Dís Ingimarsdóttur nemanda í  9. árgangi Vallaskóla.