Foreldrabréf 18. nóvember

Vallaskóla 18.11.2020

Kæru fjölskyldur.
(Bréfið er þýtt á pólsku og ensku).

Í framhaldandi af sóttvarnaaðgerðum frá 18. nóvember til og með 1. desember 2020.

Takk allir fyrir samstöðuna það sem af er! Bara svo þið vitið þá er hún ómetanleg.

Fögnum svo eftirfarandi reglugerðarbreytingum:

1.    Grímuskylda í 5.-7. bekk hefur verið afnumin og nálægðartakmörk. Nemendur í þessum bekkjum þurfa ekki að bera grímu svo lengi sem fjöldi nemenda í hverju rými fari ekki yfir leyfileg mörk (50 í 1.-4. bekk og 25 í 5.-10. bekk).
2.    Íþrótta- og sundkennsla fer að mestu í eðlilegt horf í 1.-7. bekk.
3.    Starfsfólk í 1.-7. bekk þurfa ekki að bera grímur inni í rými viðkomandi nemendahóps.
4.    Blanda má hópum í 1.-7. bekk á útisvæðum og á göngum, t.d. í frímínútum.

Skólastarfið verður með eftirfarandi hætti eftir árgöngum:

.    1.-4. bekkur:
Kennt skv. stundaskrá í hópum sem ekki mega blandast innbyrðis inni í kennslurýmum.
Hámarksstærð hópa í rými: 50 nemendur.
Íþrótta- og sundkennsla fer aftur af stað.
List- og verkgreinakennsla fer aftur af stað með undantekningum.
Engin grímuskylda eða nálægðartakmörk.
Frímínútur eru samkvæmt stundaskrá. Blöndun leyfð.
Börnin í 4. bekk matast nú í mötuneytinu (tvískipt í sal). Óbreytt í 1.-3. bekk.

.    5.-7. bekkur:
Kennt skv. stundaskrá í hópum sem ekki mega blandast innbyrðis inni í kennslurýmum. Undantekning verður gerð í 7. bekk en þeir nemendur ljúka sínum degi um kl. 12:30. Er það gert vegna fjölda í árgangi.
Hámarksstærð hópa í rými: 25 nemendur.
Íþrótta- og sundkennsla fer aftur af stað.
List- og verkgreinakennsla fer aftur í rétt horf (með undantekningu í 7. bekk).
Engin grímuskylda eða nálægðartakmörk.
Frímínútur samkvæmt stundaskrá. Blöndun leyfð.
Matartími fer fram í mötuneyti og nemendum hleypt inn í hollum eins og áður samkvæmt ákveðnu skipulagi.

.    8.-10. bekkur:
Áfram skert kennsla í hópum sem ekki mega blandast innbyrðis inni í kennslurýmum.
Hámarksstærð hópa í rými: 25 nemendur.
Áfram grímuskylda og 2 m nálægðartakmörk.
Grímur við innganga fyrir þá sem ekki koma með fjölnotagrímur að heiman.
Íþrótta- og sundkennsla og valgreinakennsla fellur niður.
Frímínútur og hreyfing skv. sérstöku tímaskipulagi.
Skóla lýkur kl. 11:30 (var áður 12.10) til að koma til móts við erfiðar aðstæður og langar setur nemenda í sama rými.
Nemendur geta ekki nýtt mötuneytið.

Ágætt er að hafa í huga að ekki er ætlast til að nemendur sem ekki deila saman rými í skólanum séu að hittast eftir að skóla lýkur. Sjá betur hér (https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item40636/Samkomutakmarkanir-og-b%C3%B6rn-2.10.2020.pdf) um Samkomutakmarkanir og börn.

Gætið að smitgát öllum stundum og munið að við erum öll almannavarnir.

Þetta er allt að koma!

Kær kveðja.
Starfsfólk Vallaskóla.