Þau Auður og Hreiðar frá Björgunarfélagi Árborgar komu til okkar í dag, mánudaginn 17. desember, og fluttu stuttan fyrirlestur um meðferð flugelda. Nemendur í 5.-10. bekk fengu að hlýða á þau og sáu m.a. myndir og viðtöl við fólk sem hafði slasast eftir að hafa umgengist flugelda af kæruleysi. Gott erindi sem hitti í mark og krakkarnir gleyma örugglega seint. Við brýnum svo fyrir nemendum og forráðamönnum að fara varlega með flugelda og nota ætíð hlífðargleraugu sem fást á sölustöðum flugeldanna.