Fréttir

Starfsfræðsla

Síðastliðinn þriðjudag 10. febrúar fóru nemendur 10. bekkja Vallaskóla á þjónustuskrifstofu stéttarfélagsins Bárunnar. Þar fengu þau kynningu á þjónustu stéttarfélaganna, fengu gagnlegar upplýsingar um sögu verkalýðsbaráttunnar og  réttindi og skyldur á vinnumarkaði.  Áður en kynningin hófst var boðið upp á pizzur.  Hjalti Tómasson sá um kynninguna og svaraði fjölmörgum spurningum sem tengjast ungu fólki á vinnumarkaði. …

Starfsfræðsla Lesa meira »

Innritun í grunnskóla skólaárið 2015−2016

Innritun barna sem eru fædd árið 2009 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2015 fer fram 18.−27. febrúar næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt á Mín Árborg eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum á að skila í viðkomandi skóla. Upplýsingar um skólahverfi hvers skóla …

Innritun í grunnskóla skólaárið 2015−2016 Lesa meira »

Skype fundur milli Íslands og Danmerkur

Það ríkti svo sannarlega  mikil spenna í loftinu hjá nemendum 4. IG föstudagsmorguninn 23. janúar, á sjálfan bóndadaginn. Í samvinnu við umsjónarkennarann sinn, Ingunni Guðjónsdóttur, voru nemendur búnir að undirbúa skemmtilega uppákomu með nafnakynningu, upplestri, ljóðalestri og söng. Spenningurinn var einna helst tilkominn vegna þess að uppákoman fór fram með nútíma tækni í gegnum IPad  …

Skype fundur milli Íslands og Danmerkur Lesa meira »