Fréttir

Innritun í grunnskóla skólaárið 2018−2019

Innritun barna sem eru fædd árið 2012 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2018 fer fram 14.−28. febrúar næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og frístundaheimili inni á Mín Árborg sem er á heimasíðu Árborgar www.arborg.is eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu.

Vallaskóli á skákmóti

Í tilefni af skákdegi Íslands  26. janúar (fæðingadagur Friðriks Ólafssonar, stórmeistara) var haldið skákmót í Fischersetrinu á Selfossi. Um var að ræða Sveitakeppni grunnskóla á Suðurlandi og sendi Vallaskóli þrjár sveitir til leiks, tvær í yngri flokki og eina í eldri flokk, alls 16 nemendur. 

Bónda- og lopapeysudagur

Föstudaginn 19. janúar gekk þorrinn í garð og bóndadagurinn markaði upphafið að því tímabili ársins. Og lopapeysurnar í allri sinni dýrð dregnar fram í tilefni dagsins, auk þess að snæða þorramat. Nema hvað!

Nýr forstöðumaður Bifrastar frístundaheimilis

Bifröst hefur fengið nýjan forstöðumann til starfa, hana Sunnu Óttósdóttur. Umsjón frístundarheimilisins mun því fara úr umsjón Ástrósar R. Sigurðardóttur sem gengt hefur því starfi undanfarin ár en hún mun nú eingöngu sinna deildarstjórn á yngsta stigi í skólanum.

Gleðilega hátíð

Eins og flestir vita þá eru litlu jólin ómissandi viðburður í sérhverjum skóla. Árið í ár var auðvitað engin undantekning á því en litlu jólin voru haldin haldin í öllum árgöngum samkvæmt fyrirliggjandi hefð. Jólaleyfið hófst svo 20. desember en nemendur koma aftur í skólann 3. janúar 2018. Kennt verður samkvæmt stundaskrá.

Áramótaútskrift í 10. bekk 2017-2018

Fjórir nemendur útskrifuðust í dag samkvæmt reglum um áramótaútskrift úr 10. bekk Vallaskóla. Þetta eru þær Anna Linda Sigurðardóttir, Íris Ragnarsdóttir, Sara Lind A. van Kasteren og Matthildur Vigfúsdóttir. Allar eru þær nemendur í 10. SAG.