Óvættaför
Í vikunni voru afhentar viðurkenningar og verðlaun fyrir lestur og litun mynda í bókaflokknum Óvættaför.
Í vikunni voru afhentar viðurkenningar og verðlaun fyrir lestur og litun mynda í bókaflokknum Óvættaför.
Nú er hægt að glugga í skóladagatal næsta skólaárs, 2018-2019, sjá hér.
Þá er komið að síðasta matseðli skólaársins 2017-2018. Það er fyrir júnímánuð – þó ekki sé um marga daga að ræða. Sjá hér.
Það er gaman að segja frá því að 37 pólskir nemendur úr Vallaskóla og Sunnulækjarskóla fá kennslu í móðurmáli sínu í Vallaskóla og það er hún Aneta Figlarska sem sér um þá kennslu. Pólska er því lifandi tungumál á hverjum degi í Vallaskóla.
Birgir Aðalbjarnarson er kennari í fluguhnýtingum á efsta stigi við Vallaskóla. Nú líður skólalokum og afraksturinn gerður upp í þessu fagi sem öðrum.
Hér má sjá verktaka steypa gólfin í útigörðunum svokölluðu, sem verða svo loks að glæsilegum skólastofum þegar yfir lýkur.
Fjölmargir nemendur Vallaskóla í 5 – 10. bekk tóku þátt í Siljunni í ár en Siljan er myndbandakeppni grunnskólanna.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum úr frímínútum í síðustu viku þá tókust á vetur og vor. Vetur hafði betur, í smá stund allavega, og það nýttu krakkarnir sér auðvitað enda góður snjór vel til þess fallinn að leika sér í. Svo kemur að því að vorið tekur alveg yfir með sólskini og blíðu …
Þá er matseðill maímánaðar kominn á heimasíðuna, sjá hér.