Skólahlaup ÍSÍ
Skólahlaup ÍSÍ verður næstkomandi miðvikudag 3.september. Hlaupaleið verður merkt og yngstu nemendur fá fylgd í hlaupinu. Nemendur hlaupa/ganga að lágmarki 2,5km en geta valið að hlaupa lengra. Nemendur þurfa að koma í viðeigandi fatnaði og góðum skóm til þess að hlaupa í. 1.-5.bekkur hlaupa af stað klukkan 10.00. 6.-10.bekkur hlaupa af stað klukkan 11.00.










