Fréttir
Úrslit Kveiktu 2025
Úrslitakeppni Kveiktu spurningakeppni Vallaskóla fór fram í dag. Kepptu tveir 8. bekkir til úrslita, 8. EK og 8. ÍDK. Um sögulega keppni var að ræða þar sem þetta var í fyrsta skipti sem tveir 8. bekkir keppa til úrslita. Eftir harða og jafna keppni fór svo að 8. ÍDK bar sigur úr bítum. Keppnislið er
Úrslit Kveiktu 2025 Read More »
Laus störf
Vallaskóli auglýsir eftir skrifstofustjóra í 100% starfshlutfall frá 1. apríl 2025 eða eftir samkomulagi. Vallaskóli leitar að skrifstofustjóra til að starfa á skrifstofu skólans og til að sinna ýmsum verkefnum sem tengjast daglegum rekstri með stjórnendateymi. Vallaskóli er rótgróinn 530 nemenda skóli í Sveitarfélaginu Árborg sem leggur áherslu á jákvæðan aga, fjölmenningarlega kennslu og snemmtæka
Vetrarfrí
Framundan er vetrarfrí í grunnskólum Árborgar. Mánudaginn 17. febrúar og þriðjudaginn 18. febrúar er vetrarfrí samkvæmt skóladagatali. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 19. febrúar. Vetrarfrískveðjur frá starfsfólki Vallaskóla.
Röskun á skólastarfi fimmtudaginn 6. febrúar
Kæru foreldrar/forráðamenn. Eftirfarandi gildir um stofnanir Sveitarfélags Árborgar fyrir fimmtudaginn 6. febrúar 2025: Röskun verður á skólastarfi. Hefðbundið skólahald fellur niður. Grunn- og leikskólar verða með mikið skerta starfsemi, þeir halda úti lágmarksmönnun og taka á móti börnum í brýnni neyð. Það ber að tilkynna um komu barnanna í skólann með tölvupósti. Kveðja, stjórnendur.
Röskun á skólastarfi fimmtudaginn 6. febrúar Read More »
Rauð veðurviðvörun á morgun – a red weather alert for tomorrow
Veðurstofa Íslands hefur uppfært verðurspá í rauða viðvörun á morgun frá kl 8:00 – 13:00. Í ljósi þess verður skólahald skert og skólaakstur fellur niður. Frekari upplýsingar koma í fyrramálið hvort unnt sé að opna stofnanir. Foreldrum og forsjáraðilum er bent á að fylgjast með á heimasíðum skólana og tölvupósti í fyrramálið. The Icelandic Met
Rauð veðurviðvörun á morgun – a red weather alert for tomorrow Read More »
Veðurviðvaranir
Veðurspáin er ansi frísklega eftir hádegi í dag og á morgun fimmtudag. Forráðamenn er beðnir um fylgjast vel með veðurspá og gæta að sínu fólki.
Skólaakstur næstu tvo daga
Vegna appelsínugulrar veðurspár fyrir morgundaginn, miðvikudaginn 5. febrúar, má búast við röskunum á akstri GTS. Sveitaakstur mun fara frá skólum kl 13:00, miðað við núverandi veðurspá verður ekki önnur ferð eftir það. Að öllu óbreyttu mun akstur ferðaþjónustu fatlaðra innanbæjar á Selfossi halda sér. ATH miðað við núverandi spá er ekki farið út fyrir Selfoss
Skólaakstur næstu tvo daga Read More »