Fréttir

Handverk og ný önn

Þá er ný önn komin á fullt. Það er orðin föst venja að list- og verkgreinakennarar bjóði upp á sýningu á handverki nemenda á foreldradegi í febrúar.

Konudagurinn

Drengirnir í 7. bekk bökuðu köku handa stelpunum í 7. bekk, bæði nemendum og starfsmönnum að sjálfsögðu, í tilefni af konudeginum í gær.

My Final Warning

Samféshátíðin nálgast óðfluga og strákarnir geðþekku úr 10. RS, sem skipa rokkhljómsveitina My Final Warning, munu spila á hátíðinni. Hljómsveitin verður ein af fjórum unglingahljómsveitum sem troða upp. Nánar á zelsiuz.is

Af þemadögum

Hér má sjá nokkrar myndir frá stöðinni Ávextir og föndur sem í boði var í Sandvík á þemadögum. Þar bjuggu nemendurnir til úr pappír alls konar ávexti af ýmsum stærðum.

Myndir og þema

Nú er viðburðaríkum þemadögum lokið. Það var létt yfir mannskapnum þegar haldið var heim á leið í dag, sem segir okkur að það hafi verið skemmtilegt þessa þrjá daga.