Fréttir

5. bekkur og gróðursetningarferð

Gróðursetningarferð 5. bekkjar sem fyrirhuguð var á morgun, þriðjudaginn 24. maí, verður frestað um óákveðinn tíma vegna öskufallsins. Það er því hefðbundinn skóladagur hjá 5. bekk á morgun, þriðjudag.

Skólahald og öskufall

Í ljósi eldgossins í Grímsvötnum er gott að rifja upp verklagsreglur fræðslunefndar Sv. Árborgar um viðbrögð við öskufalli og áhrif þess á skólhald.

Sundkennsla í næstu viku

Í næstu viku 23.- 27. maí verður sundlaugin lokuð v/viðgerða. Nemendur 5.- 10.bekkjar eiga að mæta í sundtímana í aðalanddyri skólans þar sem íþróttakennarar taka á móti þeim.

Hjólum sem mest og best!

Það borgar sig að hafa hjálm. Um það deilir enginn þegar farið er á hestbak. Er það eða ætti það að vera eitthvað öðruvísi þegar farið er út að hjóla?

Það er bara eitt líf

Berent Karl Hafsteinsson, Benni Kalli, kom í Vallaskóla á Selfossi og var með forvarnaerindi þar sem hann greindi nemendum í 10. bekk frá hræðilegu umferðarslysi sem hann lenti í sem ungur maður.