Bara gras! – eða hvað!
Fimmtudaginn 26. maí verður fræðsla í boði um skaðsemi kannabis. Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fjölmenni og sýni afstöðu sína.
Fimmtudaginn 26. maí verður fræðsla í boði um skaðsemi kannabis. Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fjölmenni og sýni afstöðu sína.
Vegna öskufalls verður vorferð 1. bekkjar, sem fara átti á morgun miðvikudaginn 25. maí, frestað.
Gróðursetningarferð 5. bekkjar sem fyrirhuguð var á morgun, þriðjudaginn 24. maí, verður frestað um óákveðinn tíma vegna öskufallsins. Það er því hefðbundinn skóladagur hjá 5. bekk á morgun, þriðjudag.
Í ljósi eldgossins í Grímsvötnum er gott að rifja upp verklagsreglur fræðslunefndar Sv. Árborgar um viðbrögð við öskufalli og áhrif þess á skólhald.
Grunnskólamót Árborgar í frjálsum var haldið fyrir nokkrum dögum hér í Vallaskóla. Þátttakendur voru hátt í 200 talsins og nemendur Vallaskóla stóðu sig með prýði.
Hér á heimasíðunni er nú hægt að nálgast upplýsingar um starfið í yngri og eldri deild síðustu dagana skólaárið 2010-2011.
Í næstu viku 23.- 27. maí verður sundlaugin lokuð v/viðgerða. Nemendur 5.- 10.bekkjar eiga að mæta í sundtímana í aðalanddyri skólans þar sem íþróttakennarar taka á móti þeim.
Það borgar sig að hafa hjálm. Um það deilir enginn þegar farið er á hestbak. Er það eða ætti það að vera eitthvað öðruvísi þegar farið er út að hjóla?
Hin mikilvæga átakskeppni Reyklaus bekkur er nú haldin í tólfta skiptið en það er Lýðheilsustöð sem sér um keppnina.
Berent Karl Hafsteinsson, Benni Kalli, kom í Vallaskóla á Selfossi og var með forvarnaerindi þar sem hann greindi nemendum í 10. bekk frá hræðilegu umferðarslysi sem hann lenti í sem ungur maður.