Vöffluboð
NEVA (nemendafélag Vallaskóla) bauð nemendum og starfsfólki í Sandvík upp á vöfflur í morgun.
NEVA (nemendafélag Vallaskóla) bauð nemendum og starfsfólki í Sandvík upp á vöfflur í morgun.
Í dag komu tveir fulltrúar frá Samtökunum78 í heimsókn.
Hér sjást þær Hrafnhildur, Halldóra Íris og Guðrún 9. GOS (DE) hampa hinum eftirsótta verðlaunagrip Vallaskóla – Lampanum – en þær sigruðu 10. DS nokkuð örugglega í úrslitaviðureign.
Nýjustu tölublöð af Mæjónesi, fréttabréfi nemenda, eru komin hér á síðuna. Kíkið á ,,Nemendabréf“ hér neðarlega til hægri.
Fyrir skömmu fóru nemendur sem eru í 9. bekk í heimlisfræði-vali í heimsókn í Guðnabakarí með kennara sínum Guðbjörgu Sveinbjörnsdóttur.
Nemendur í 7. bekk Vallaskóla tóku þátt í söfnuninni ,,Börn hjálpa börnum 2011″. Í dag fengu þeir nemendur sem tóku þátt viðurkenningarskjal frá ABC-barnahjálp.
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 16. sinn við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 24. maí næstkomandi.
Aprílmatseðillinn er kominn á heimasíðu. Beðist er velvirðingar á seinkuninni.
Íslandsglíman fór fram á Reyðarfirði núna um helgina. Og það er gaman að segja frá því að Marín Laufey Davíðsdóttir, 10. HLG, hlaut Freyjumenið og sæmdarheitið glímudrottning Íslands. Innilega til hamingju með það!
Eins og allir vita þá bauð 6. bekkur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri bekkjarfélögum sínum í Vallaskóla og Sunnulækjarskóla í heimsókn í félagsheimilið Stað.