Af þingstörfum í Vallaskóla
Skólaþing Vallaskóla skólaárið 2011-2012 hefur nú farið fram. Starfsmannaþing fór fram miðvikudaginn 18. janúar en nemenda- og foreldraþing fimmtudaginn 19. janúar.
Skólaþing Vallaskóla skólaárið 2011-2012 hefur nú farið fram. Starfsmannaþing fór fram miðvikudaginn 18. janúar en nemenda- og foreldraþing fimmtudaginn 19. janúar.
Sérstök opnun verður fyrir 5. bekk í félagsmiðstöðinni á morgun, miðvikudaginn 18. janúar.
Fimmtudaginn 19. janúar verður Skólaþing Vallaskóla haldið, bæði þing nemenda og foreldra. Á skólaþinginu fá allir tækifæri til að koma hugmyndum sínum og skoðunum um skólann á framfæri.
Nýjasta tölublað ,,Samstíga“ er komið út. Sjá hér.
Ásta Björk Björnsdóttir, kennari og kennsluráðgjafi, hélt mjög góðan fyrirlestur fyrir kennara í dag um læsi. Í grófum dráttum skiptir miklu máli fyrir börn nútímans og framtíðar, og þá ekki síst á grunnskólaaldri, að ná tökum á þessari grundvallar færni.
Gleðilegt ár! Í dag, 2. janúar, er starfsdagur í Vallaskóla og starfsmenn eru í óða önn að undirbúa skólastarfið fyrir morgundaginn. Nýr matseðill er kominn á heimasíðuna og búið er að uppfæra gjaldskrár í mötuneyti og á skólavistun.
Haustmánuðir hafa liðið hratt og á augabragði er kominn desember. Það er því löngu kominn tími til að kynna vetrardagskrána. Í vetur verða ekki gerðar miklar breytingar á starfinu fyrir utan að mánudagskvöld verða klúbbakvöld. Þá verður boðið upp stráka og stelpuklúbba, kvikmyndaklúbb, sviðslistaklúbbinn Jón og fjölmiðlaklúbbinn Friðbert.
Skólavistun Vallaskóla er opin alla virka daga í jólafríi fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Dyggð desembermánaðar í Vallaskóla er þakklæti. Umsjón: 8.-10. bekkur.