ART er smart!
Á meðan kennarar tóku þátt í haustþingi á Flúðum þá tók Bjarni Bjarnason hjá ART-teyminu á Suðurlandi á móti öllum stuðningsfulltrúum grunnskóla Árborgar.
Á meðan kennarar tóku þátt í haustþingi á Flúðum þá tók Bjarni Bjarnason hjá ART-teyminu á Suðurlandi á móti öllum stuðningsfulltrúum grunnskóla Árborgar.
Olga Sveinbjörnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Vallaskóla, kynnti nýverið meistaraprófsritgerð sína Val 10. bekkinga á námsbrautum í framhaldsskóla – val, viðhorf og væntingar nemenda í ljósi búsetu.
Val 10. bekkinga á námsbrautum í framhaldsskóla Read More »
Davíð Bergmann meðferðarráðgjafi var með forvarnafræðslu fyrir nemendur í 9. og 10. bekk núna í vikunni. Boðskapur og áhrifarík saga Davíðs snertir okkur öll, enda meðtóku nemendur hvert einasta orð. Davíð verður líka með fund fyrir foreldra, auglýsing sjá hér.
Fjárfestum í tíma með börnunum okkar Read More »
Föstudaginn 14. september var grænn dagur í Vallaskóla. Þá voru allir, nemendur og starfsmenn skólans, hvattir til að klæðast einhverju grænu og styðja þannig Olweusaráætlunina gegn einelti og gera hana sýnilega á skemmtilegan hátt.
Grænn dagur gegn einelti Read More »
Fyrir stuttu héldu vinir okkar frá MC Holmsskole aftur til Danmerkur eftir velheppnaða heimsókn á Selfossi. Surtseyjarverkefnið gekk vel og gáfu börnin eyjunum nöfnin Ísmark og Danland, en tveir hópar unnu að gerð tveggja ímyndaðra samfélaga á Surtsey.
Nú hafa nemendalistar á heimasíðunni (1.-10. bekkur) verið uppfærðir og matseðill októbermánaðar er kominn á síðuna líka.
Nemendalistar ofl. Read More »
Samræmd könnunarpróf í stærðfræði og íslensku verða lögð fyrir nemendur 4. og 7. bekkjar fimmtudaginn 20. september og föstudaginn 21. september næstkomandi.
Samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk Read More »
Í skólabyrjun fóru nemendur í 8. bekk í sérstaka heimsókn í félagsmiðstöðina sína, Zelsíuz. Var það liður í móttöku þeirra í unglingadeild Vallaskóla.
Samstarf við Zelsíuz Read More »
Nú eru samræmd könnunarpróf framundan í 10., 7. og 4. bekk. Hér má sjá upplýsingar um próftökuna í 10. bekk.
Samræmd könnunarpróf í 10. bekk Read More »
Vinir okkar í FSu buðu nemendum í grunnskólum Árborgar, ásamt fleirum í bæjarfélaginu, til að hefja með sér hreyfingarár verkefnisins ,,Heilsueflandi skóla“ í FSu.