Fréttir

Árshátíð í 1. bekk

Börnin í 1. bekk héldu árshátíðina sína 22. mars sl. Þar kynntu börnin sig, sögðu frá framtíðarhugmyndum sínum um starfsgrein, náðu tökum á að tala í hljóðnema og fluttu atriðin sín í söng og þulum.

List og lyst

Nýlega héldu nemendur í 9. bekkjar matreiðsluvali nokkurs konar hönnunarveislu þar sem viðfangsefnið var að elda hollan og góðan mat sem væri listilega framreiddur. 

Vallaskóli kominn í undanúrslit!

Spurningalið Vallaskóla, skipað þeim Halldóru Írisi, Hrafnhildi og Guðrúnu í 10. GG, hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum Spurningakeppni Grunnskólanna með 17-13 sigri á Egilsstöðum í 8 liða úrslitum. Keppnin fór fram núna í kvöld.

Ógnanir og tækifæri Internetsins

Foreldrafélögin í Árborg standa fyrir fyrirlestri um tölvu- og netnotkun barna nk. þriðjudag 20. mars, kl. 20.00-21.15, í Sunnulækjarskóla. Foreldrar. Nú eiga allir að mæta. Ógnanir og tækifæri internetsins

Svæðiskeppni upplestrarhátíðar

Aðalkeppni Stóru upplestrarkeppninnar á Suðurlandi (keppni 1 – vesturhluti Árnessýslu) var haldin í Vallaskóla 13. mars sl. Fulltrúar Vallaskóla stóðu sig frábærlega en Þórunn Ösp Jónasdóttir í 7. DE hlaut 1. sæti keppninnar. Aðrir fulltrúar Vallaskóla voru þau Stella Björt Jóhannesdóttir og Páll Dagur Bergsson.